19 kannanir sýna nýjan meirihluta

Margt bendir til þess að Mette Fredriksen, fomaður Jafnaðarmannaflokksins, verði …
Margt bendir til þess að Mette Fredriksen, fomaður Jafnaðarmannaflokksins, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Það bendir allt til þess að ríkisstjórn Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, falli á morgun þegar kosið er til þings í landinu. Samkvæmt nítján síðustu könunum sem gerðar hafa verið hefur rauða kosningabandalagið mælst með vel yfir 50% fylgi.

Flokkarnir sem mynda nú meirihluta (bláa bandalagið) mælast samtals með 44,9% fylgi í nýjustu könnun Norstat. Venstre með 17,9% fylgi, Bandalag frjálslyndra með 3,6% og Íhaldsflokkurinn með 4,5%. Stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar Danski þjóðarflokkurinn nýtur 10,5% fylgi.

Flokkur jafnaðarmanna mælist stærstur með 28,6% fylgi, Rauð-græna bandalagið með 8,7%, græningjar (Alternativet) með 2,6%, Radikale Venstre með 7,3% og Sósíalíski þjóðarflokkurinn með 7,4%. Samtals er rauða bandalagið með 54,6% fylgi samkvæmt könnuninni.

Þá má búast við að nýir hægriflokkar komast á þing, en Nýi borgaraflokkurinn mælist með 4,1% fylgi og Hörð lína (Starm kurs) 2,2%. Báðir þessir flokkar boða strangari stefnu í málefnum útlendinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert