Um 70% atkvæða í dönsku þingkosningunum eru talin og bendir allt til þess að ríkisstjórnin sé fallin og mun rauða kosningabandalagið fá um 90 þingsæti, en 179 sæti eru á danska þinginu.
Venstre, flokkur Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, fær mun betri kosningu nú en í síðustu kosningum. Það dugar þó skammt því Danski þjóðarflokkurinn fær afar slaka kosningu og tapar ríflega helming af fylgi sínu.
Jafnaðarmannaflokkurinn virðist fá svipað fylgi og síðast, en formaður flokksins, Mette Fredriksen, hefur í gegnum alla kosningabaráttuna sagt flokkinn ætla að mynda minnihlutastjórn jafnaðarmanna.