Öflug sprenging í Linköping

Sænskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni.
Sænskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni. AFP

Öflug sprenging varð í fjölbýlishúsi í miðbæ Linköping í Svíþjóð nú í morgun og hefur lögregla og slökkvilið mikinn viðbúnað á staðnum. Var sprengjusveit kölluð á staðinn og búið er að loka stóru svæði í næsta nágrenni, en atburðurinn átti sé stað um níuleytið í morgun að staðartíma.

„Við höfum fengið fréttir af að nokkrir hafi særst, en meiðsli þeirra eru ekki alvarleg,“ hefur sænska ríkisútvarpið SVT eftir Björn Öberg talsmanni lögreglu.

Það var klukkan níu í morgun sem símtöl tóku að berast sænsku neyðarlínunni vegna sprengingarinnar og eru umtalsverðar skemmdir sýnilegar á svölum og gluggum í þessu fimm hæða húsi.

Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni, en lögregla vinnur enn að því að tryggja vettvanginn og kanna hvort að fleiri hafi særst í sprengingunni og hefur viðbúnaðarástandi verið lýst yfir á sjúkrahúsum í héraðinu.

„Þetta er eins og stríðsástand ,“ hefur SVT eftir vitni á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert