Íran hafi aukið auðgun úrans

Yukia Amano, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálstofnunarinnar, ásamt Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Yukia Amano, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálstofnunarinnar, ásamt Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Stjórnvöld í Íran hafa aukið auðgun sína á úran. Þetta fullyrðir Yukia Amano, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálstofnunarinnar (IAEA). Ekki er ljóst hvenær nákvæmlega Íran hætti að fylgja takmörkunum um auðgun úrans, en tilkynning þess efnis kom frá stjórnvöldum í landinu í síðasta mánuði.

Á sama tíma tilkynntu þau að birgðir af þunga­vatni verða aukn­ar að nýju. Þau segja ekki leng­ur ástæðu til þess að fylgja sam­komu­lag­inu sem gert var árið 2015 vegna þess að banda­rísk yf­ir­völd ákváðu að draga sig út úr sam­komu­lag­inu.

Rúmt ár er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að Banda­rík­in myndu ekki leng­ur styðja sam­komu­lagið. Í nóv­em­ber til­kynntu Banda­rík­in að fyrri refsiaðgerðir gagn­vart Íran tækju gildi að nýju.

Amano lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu mála og hefur hann biðlað til stjórnvalda í Íran og Bandaríkjunum um að snúa aftur að samningaborðinu. Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að eina leiðin til að minnka spennuna milli ríkjanna sé að Bandaríkin „stöðvi efnahagslega herför sína gagnvart Íran“.

„Þeir sem heyja slík hríð geta ekki vænst þess að búa við öryggi,“ sagði hann jafnframt.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert