Lætur af störfum sem þingforseti

Pia Kjærsgaard á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum.
Pia Kjærsgaard á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum. mbl.is/Hari

Pia Kjærsgaard hefur ákveðið að láta af störfum sem forseti danska þjóðþingsins. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni.

Hún sagði tímabært að nýr forseti taki við stöðunni eftir niðurstöðu dönsku þingkosninganna. 

Þakkaði hún fyrir sig og bætti við að þó nokkrir hefðu spurt hana hvort hún myndi halda áfram sem forseti, að því er kemur fram á DR.

„Það hefur verið heiður að sinna þessu starfi í fjögur ár og ég hef hlakkað til hvers einasta dag,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert