Tugir þúsunda mótmælenda í Hong Kong héldu áfram mótmælum sínum gegn áformum stjórnvalda um að heimila framsal brotamanna frá borginni til meginlands Kína.
Svartklæddir mótmælendur, flestir ungt fólk, umkringdu skrifstofur stjórnvalda og stöðvuðu í leiðinni umferðina. Kröfðust þeir þess að stjórnvöld hætti við áformin. Ráðamenn í þinghúsi borgarinnar greindu frá því í morgun að annarri umfjöllun um frumvarpið hafi verið frestað.
Lögreglan sprautaði vatni á mótmælendur og piparúða fyrir utan þinghúsið og hélt uppi skiltum þar sem mótmælendur voru varaðir við.