Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sakað írönsk stjórnvöld um að hafa staðið á bak við árás á tvö olíuskip í Ómanflóa fyrr í dag. Hann ætlar að taka málið upp hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
„Mat Bandaríkjanna er að Íran beri ábyrgð á árásunum,“ sagði Pompeo við blaðamenn.
„Þetta er byggt á upplýsingum, vopnunum sem voru notuð, þeirri sérfræðikunnáttu sem þarf til að fremja slíka árás, nýlegum samskonar árásum Írana á skip og þeirri staðreynd að enginn hópur sem starfar á svæðinu hefur getu til að haga sér með þessum hætti.“
It is the assessment of the U.S. government that Iran is responsible for today's attacks in the Gulf of Oman. These attacks are a threat to international peace and security, a blatant assault on the freedom of navigation, and an unacceptable escalation of tension by Iran. pic.twitter.com/cbLrWNU5S0
— Secretary Pompeo (@SecPompeo) June 13, 2019
Breaking News: Secretary of State Mike Pompeo said intelligence indicated Iran was responsible for attacks on 2 oil tankers in a key waterway for oil transit https://t.co/oYyz2hfPsg
— The New York Times (@nytimes) June 13, 2019