Maðurinn sem er sakaður um að hafa skotið 51 manns til bana í bænahúsum í Christchurch í Nýja-Sjálandi hefur lýst yfir sakleysi sínu.
Lögmaður Brenton Tarrant greindi frá þessu en réttarhöld fóru fram í málinu í dag. Tarrant var staddur í fangelsi í Auckland en sást í sjónvarpsútsendingu sitja þögull á meðan lögmaður hans las upp yfirlýsinguna.
Tarrant, sem er 28 ára Ástrali, er sakaður um að hafa skotið á múslima er þeir fóru með bænir í moskunni Al Noor og í moskunni Linwood. Sýndi hann beint frá ódæðinu á samfélagsmiðlum.