Amanda Knox óttast árásir á Ítalíu

Tilfinningarnar báru Amöndu Knox ofurliði þegar hún rifjaði upp mál …
Tilfinningarnar báru Amöndu Knox ofurliði þegar hún rifjaði upp mál sitt á málþingi á Ítalíu í dag. AFP

Am­anda Knox ótt­ast að verða fyr­ir árás­um og til­efn­is­laus­um ásök­un­um á Ítal­íu eft­ir að hún sneri þangað aft­ur í fyrsta skipti síðan hún losnaði úr fang­elsi árið 2011. BBC grein­ir frá.

Hin banda­ríska Am­anda Knox er gesta­fyr­ir­les­ari á málþingi um rétt­ar­kerfið á Ítal­íu og bera umræðurn­ar titil­inn „Málsmeðferð í fjöl­miðlum“.

Fjallað hef­ur verið um mál Amöndu í fjöl­miðlum um all­an heim síðan árið 2007 þegar hún var dæmd sek fyr­ir morðið á meðleigj­anda sín­um Meredith Kercher ásamt þáver­andi kær­asta sín­um Raffa­ele Sol­lecito.

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll sneri dóm­in­um við og sýknaði þau bæði árið 2011. Am­anda flutti þá til heima­lands síns og hef­ur ekki snúið aft­ur til Ítal­íu fyrr en nú.

„Í dag ótt­ast ég að verða fyr­ir áreiti, að verða að at­hlægi og vera höfð fyr­ir rangri sök að nýju,“ sagði Am­anda á málþing­inu áður en hún neitaði enn og aft­ur að hafa átt þátt í dauða Meredith Kercher. Hún fjallaði um þátt fjöl­miðla í rann­sókn­inni og taldi þá hafa „mengað rann­sókn máls­ins“.

„Það var ómögu­legt að hljóta rétt­láta málsmeðferð. Al­menn­ings­álitið er ekki ábyrgt fyr­ir neinu. Dóm­stóll göt­unn­ar lít­ur ekki á þig sem mann­eskju held­ur neyslu­vöru,“ bætti Am­anda við og brast í grát.

Lögmaður Kercher-fjöl­skyld­unn­ar hef­ur gagn­rýnt harðlega þá ákvörðun Amöndu að snúa aft­ur til Ítal­íu og tel­ur at­hygl­is­sýki ráða för.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka