Söguleg messa í Notre Dame-dómkirkjunni

Öryggið var í fyrirrúmi í Notre Dame-dómkirkjunni meðan á messunni …
Öryggið var í fyrirrúmi í Notre Dame-dómkirkjunni meðan á messunni stóð í dag. AFP

Messa var haldin í Notre Dame-dómkirkjunni í París í fyrsta skipti í dag síðan eldsvoði eyðilagði hluta kirkjunnar fyrir sléttum tveimur mánuðum. Erkibiskup Parísar, Michel Aupetit, leiddi messuna með hvítan öryggishjálm á höfðinu.

Um það bil þrjátíu manns voru viðstaddir þessa sögulegu messu sem var einnig hljóðvarpað í beinni útsendingu. Prestum sem og öðrum viðstöddum var gert að vera með öryggishjálma á höfðinu til að vernda þá gegn braki sem mögulega hefði getað fallið niður á þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert