Eiginkona Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið fundin sek um að hafa misnotað opinbert fé í eigin þágu.
Sara Netanyahu viðurkenndi að hafa brotið af sér og var dæmd til að greiða sekt vegna málsins og bætur.
Hún var ákærð í júní í fyrra fyrir að hafa notað opinbert fé til að greiða fyrir veisluþjónustu upp á 100 þúsund dollara, eða hátt í 13 milljónir króna, eftir að hafa logið til um að engir kokkar væru til staðar í húsnæði forsætisráðherra.
Hún hefur einnig verið sökuð um að koma illa fram við starfsfólk sitt. Árið 2016 þurfti hún að greiða tæpar sex milljónir króna í bætur til fyrrverandi ráðskonu sem sakaði hjónin um að hafa ítrekað komið illa fram við sig.
Benjamin Netanyahu er einnig í vanda staddur því hann á yfir höfði sér ákæru vegna spillingarmáls.