Angela Merkel titraði og skalf

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands segist vera við góða heilsu. Áhyggjur af heilsu hennar vöknuðu eftir að hún titraði og skalf við hlið Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu fyrr í dag. Merkel segist hafa verið uppþornuð vegna hita.

BBC greinir frá.

Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, mætti til Berlínar í dag í opinberri heimsókn og tók Angela Merkel á móti honum við hátíðlega athöfn. Viðstaddir tóku eftir því að Merkel átti erfitt með sig á meðan þjóðsöngvar þjóðanna voru leiknir og byrjaði hún að skjálfa harkalega.

Kanslarinn segir að um ofþornun hafi verið að ræða en hún sé við góða heilsu núna. „Ég er búin að drekka þrjú vatnsglös og er í fínu lagi,“ sagði hún. Hitinn í Berlín var um 30 gráður.

Zelensky grínaðist með málið eins og hann kann svo vel og sagðist hafa verið klár í að grípa inn í aðstæður ef hætta hefði skapast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert