Farþegar í geðshræringu vegna ókyrrðar

Einn farþegi spennti greipar og bað til æðri máttarvalda.
Einn farþegi spennti greipar og bað til æðri máttarvalda. Ljósmynd/Skjáskot

Gífurleg ókyrrð í flugvél ALK Airlines á leiðinni til Sviss frá Kosovo olli mikilli hræðslu meðal farþega sem hrópuðu og grétu meðan mest á gekk. Myndskeið náðist af því þegar flugfreyja tókst á loft og skall harkalega upp undir þak flugvélarinnar.

Fox News greinir frá.

Ókyrrðin byrjaði þegar hálftími var eftir af fluginu og stóð í um það bil fimm mínútur. 10 farþegar slösuðust og þurftu á aðhlynningu að halda eftir að flugvélin lenti á EuroAirport flugvellinum í Frakklandi.

„Fólk byrjaði að öskra og gráta. Flugfreyja og veitingavagn skelltust upp í þakið. Glös flugu út um allt og sumir farþeganna brenndu sig á heitu vatni,“ er haft eftir einum farþeganna.

Í myndskeiðinu sem fylgir má sjá þegar flugfreyjan fær slæma byltu. Þá má sjá að einn farþegann spenna greipar og biðja til æðri máttarvalda. Einn farþegi hélt því fram að flugvélasætin hefðu losnað í öllum látunum.

121 farþegi var um borð í flugvélinni og fengu allir sem þurftu aðstoð eftir lendingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert