Bandarísk yfirvöld munu í næstu viku hefja vinnu við að senda milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi, segir forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, í færslu á Twitter í nótt. Hann segir að stjórnvöld í Gvatemala séu að undirbúa undirritun samnings um móttöku flóttafólks.
Samningurinn felur í sér að flóttafólk sem kemur til Gvatemala verði að sækja um stöðu flóttafólks þar, ekki í Bandaríkjunum.
Töluverð aukning hefur verið á komu flóttafólks frá Gvatemala líkt og öðrum ríkjum Mið-Ameríku en ein helsta ástæðan fyrir flótta fólks er starfsemi skipulagðra glæpasamtaka þar.
Trump líkir komu fólksins við innrás og segir að hann muni berjast gegn komu fólks til landsins með ólöglegum hætti. Í gær greindu bandarísk yfirvöld frá því að þau myndu ekki veita ríkjum eins og El Salvador, Gvatemala og Hondúras frekari aðstoð fjárhagslega nema þau grípi til aðgerða og stöðvi för fólks sem er á leið til Bandaríkjanna.
Next week ICE will begin the process of removing the millions of illegal aliens who have illicitly found their way into the United States. They will be removed as fast as they come in. Mexico, using their strong immigration laws, is doing a very good job of stopping people.......
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2019