„Algjörlega tilhæfulausar ásakanir“

Frá blaðamannafundi í dag þar sem greint var frá því …
Frá blaðamannafundi í dag þar sem greint var frá því að farið er fram á handtöku fjögurra manna vegna árásar á flugvél Malaysi­an Air­lines yfir aust­ur­hluta Úkraínu árið 2014. 298 manns létust. AFP

Stjórnvöld í Moskvu gagnrýna harðlega það sem þau kalla „ósanngjarnar ásakanir“ alþjóðlegs rannsóknarteymis sem hefur farið fram á handtöku fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á árás­inni á flug­vél Malaysi­an Air­lines yfir aust­ur­hluta Úkraínu árið 2014.

Rann­sókn­ar­nefnd­in, sem leidd er af Hol­lend­ing­um, hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að Rúss­arn­ir Igor Girk­in, Ser­gey Dubin­skíj og Oleg Pu­latov auk Úkraínu­manns­ins Leonid Kharchen­ko, beri ábyrgð á því að BUK Tel­ar-flug­skeytið sem grandaði flug­vél­inni hafi verið flutt yfir landa­mæri Rúss­lands til Úkraínu.

„Enn og aftur er algjörlega tilhæfulausum ásökunum beint gegn Rússum í þeim tilgangi einum að minnka traust á okkur í augum alþjóða samfélagsins,“ kom fram í yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Rússlands vegna málsins.

Nefnd­in hafði áður kom­ist að þeirri niður­stöðu að flug­skeytið sem grandaði flugi MH17, með þeim af­leiðing­um að 298 manns lét­ust, væri rúss­neskt og að 53. her­deild rúss­neska land­hers­ins hefði haft það til umráða. Því hafa rúss­nesk yf­ir­völd staðfast­lega neitað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert