Þjóðverjar stefna að kolefnishlutleysi 2050

Angela Merkel Þýskalandskanslari í Brussel fyrr í dag. Í dag …
Angela Merkel Þýskalandskanslari í Brussel fyrr í dag. Í dag og á morgun stendur yfir leiðtogafundur Evrópusambandsins og má búast við að markmið um kolefnishlutleysi komist á dagskrá. Stóra málið sem liggur fyrir fundinum er þó útnefning forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem tekur til starfa í nóvember af Lúxemborgaranum Jean-Claude Juncker. AFP

Þýsk stjórnvöld munu stefna að kolefnishlutleysi árið 2050. Þetta kemur fram í gögnum sem Financial Times hefur undir höndum, en markmiðið hefur ekki enn verið opinberað.

Ákvörðun Þjóðverja er talin þýðingarmikil fyrir Evrópusambandið í heild, en ríki þess hafa stefnt að áætlunum um kolefnishlutlaust Evrópusamband sama ár, um nokkurt skeið.

Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa einnig hoppað á vagninn, en Victor Orban forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér að kjarnorkuver séu skilvirkasta leiðin til að ná þessu metnaðarfulla markmiði.

22 af 28 ríkjum Evrópusambandsins styðja nú markmiðið. Stærsta ríki sambandsins, sem ekki hefur enn ljáð áætluninni stuðning er Pólland, en Konrad Szymanski, utanríkisráðherra Póllands, hefur látið hafa eftir sér að Evrópusambandið verði að taka til greina „félagslegan og efnahafslegan kostnað ákvörðunarinnar, sem geti verið ólíkur í ólíkum löndum“.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands er kveðið á um að landið verði kolefnishlutlaust í seinasta lagi árið 2040.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert