Aflýsa flugferðum yfir Hormuz-sund

AFP

Hollenska flugfélagið KLM hefur aflýst öllu flugi félagsins yfir Hormuz-sund eftir að Íranar skutu niður dróna bandaríska hersins á þessum slóðum. Olíuverð lækkaði heldur á mörkuðum í Asíu í nótt eftir að hafa hækkað mikið í gær vegna spennunnar á milli Bandaríkjanna og Írans.

Atvikið með drónann er ástæða þess að ekki verður flogið yfir Hormuz-sund í einhvern tíma. Um varúðarráðstöfun er að ræða, segir í tilkynningu frá KLM. 

Verð á hráolíu lækkaði heldur í verði í nótt eftir töluverða hækkun í gær en afar lítil viðskipti voru með skuldabréf á mörkuðum í Asíu vegna spennunnar í Mið-Austurlöndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert