Mótmælendur gerðu innrás í kolanámu

Um er að ræða Garzweiler-námuna, sem nær yfir 48 ferkílómetra …
Um er að ræða Garzweiler-námuna, sem nær yfir 48 ferkílómetra svæði í grennd við Köln. Þar er grafið brúnkolum, sem einnig eru þekkt á íslenskri tungu sem surtarbrandur. AFP

Þýska orkufyrirtækið RWE segist ætla að höfða mál gegn um það bil 1.300 mótmælendum sem stormuðu inn í kolanámu fyrirtækisins vestan við Köln um helgina og settust þar niður í mótmælaskyni við notkun kola til orkuframleiðslu. Lögregla elti mótmælendur um svæðið alla helgina og það var ekki fyrr en í morgun sem búið var að fjarlægja þá alla.

Samkvæmt lögreglu slösuðust átta lögregluþjónar í mótmælunum, en ekkert fékkst gefið upp um hversu margir úr hópi mótmælenda voru færðir í varðhald.

Um er að ræða Garzweiler-námuna, sem nær yfir 48 ferkílómetra svæði í grennd við Köln. Þar er grafið eftir brúnkolum, sem einnig eru þekkt á íslenskri tungu sem surtarbrandur. Þau eru notuð til að knýja orkuver RWE í nágrenninu og fyrirtækinu er alls ekki skemmt vegna mótmælanna.

Kolin úr námunni eru notuð til að knýja nærliggjandi raforkuver.
Kolin úr námunni eru notuð til að knýja nærliggjandi raforkuver. AFP

„Fyrirtækið hefur enga samúð með „aktivistunum“ 1.300 sem fóru inn í Garzweiler námuna á ólöglegan hátt og settust á lestarteina birgðalínunnar,“ sagði stórfyrirtækið í yfirlýsingu sinni og vísaði einnig til þess að mótmælendur hefðu reynt að kveikja í framleiðslutækjum í námunni.

Mótmælendurnir koma úr hópi sem kalla sig „Ende Gelaende“ og krefjast þess að Þýskaland hætti án afar að nota kol til þess að framleiða rafmagn miklu fyrr en stjórnvöld áætla, en Þjóðverjar hafa sett sér markmið um að kolin verði með öllu horfin úr orkubúskap þjóðarinnar árið 2038.

Yfir eitt þúsund mótmælendur voru fjarlægðir úr námunni.
Yfir eitt þúsund mótmælendur voru fjarlægðir úr námunni. AFP

RWE segist ætla að þrátt fyrir að aðgerðir mótmælenda hafi valdið gríðarlegri truflun á starfsemi námunnar, hafi raforkuframleiðsla orkuveranna „aldrei verið í hættu“.

Forstjóri fyrirtækisins, Frank Weigand, segir að fyrirtækið sé búið að standa við allar skuldbindingar sínar um minni losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Slík losun hafi minnkað um 60 milljón tonn á milli áranna 2012 og 2018, eða um 34%.

„Það er áætlun á borðinu um að hætta að nota kol og það er engin ástæða til þess að stefna fólki í hættu og grípa til ólöglegra aðgerða,“ sagði forstjórinn.

Til ryskinga kom á milli lögreglu og mótmælenda.
Til ryskinga kom á milli lögreglu og mótmælenda. AFP
AFP
Lögreglumenn á hestum í brúnkolanámunni.
Lögreglumenn á hestum í brúnkolanámunni. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert