„Engin tölvuárás hefur heppnast“

Mohammad Javad Azari Jahromi, ráðherra fjarskiptamála í Íran, segir enga …
Mohammad Javad Azari Jahromi, ráðherra fjarskiptamála í Íran, segir enga tölvuárás Bandaríkjanna á Íran hafa tekist, „sama hvað þeir reyni“. Ljósmynd/Twitter

Tölvuárásir bandarískra stjórnvalda gegn Íran hafa aldrei tekist. Þetta fullyrða stjórnvöld þar í landi en bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Bandaríkin hafi gert tölvu­árás á eld­flauga­varn­ar­kerfi Írans og njósna­kerfi lands­ins eft­ir að dróni Banda­ríkja­hers var skot­inn niður af Írön­um.

„Fjölmiðlar eru að spyja um sannsögli meintra tölvuárása gegn Íran. Engin tölvuárás hefur heppnast, sama hvað þeir reyna,“ segir Mohammad Javad Azari Jahromi, ráðherra fjarskiptamála í Íran, á Twitter.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, heim­ilaði tölvu­deild hers­ins að gera tölvuárás á Íran skömmu eft­ir að for­set­inn greindi frá því að hann myndi kynna frek­ari refsiaðgerðir í garð Írana eft­ir helgi.

Árás­in á að hafa lamað tölvu­kerfið sem ann­ast stjórn á eld­flauga­skot­um að því er seg­ir í frétt Washingt­on Post en sam­kvæmt Ya­hoo News var einnig gerð tölvu­árás á njósna­hóp sem ber ábyrgð á eft­ir­liti með skip­um á Persa­flóa. Jahromi segir að engin tölvuárás bandarískra stjórnvalda á tölvukerfi í Íran hafi heppnast. 

Jahromi segir að Íran hafi þurft að glíma við tölvuárásir af ýmsu tagi, svo sem Stuxnet-vírusinn, sem talið er að hafi verið hannaður fyrir nokkrum árum til að ná stjórn yfir tölvu­for­rit­inu sem stýr­ir kjarn­orku­áætlun Írans.

Jahromi fullyrðir að stjórnvöldum hafi tekist að koma í veg fyrir 33 milljónir tölvuárása á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert