Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að beita Ayatollah Ali Khamenei, erkiklerk og æðsta ráðamann Írans, „grimmum“ efnahagsþvingunum. Hann segir að Khamenei beri höfuðábyrgðina á ákvörðunum íranskra stjórnvalda.
„Við munum halda áfram að auka þrýstinginn á Tehran,“ sagði Trump eftir að hann undirritaði fyrirskipun um að beita efnahagsþvingununum. „Íran má aldrei eiga kjarnorkuvopn“.
Forsetinn bætti við að Bandaríkin vilji ekki eiga í átökum og sagði að það færi eftir viðbrögðum stjórnvalda í Íran hvort efnahagsþvingununum lýkur á morgun eða þær haldi mögulega áfram næstu árin.