Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að yfirlýsingin sem írönsk stjórnvöld sendu frá sér vegna nýjustu efnahagsþvingana Bandaríkjastjórnar vera bæði fáfróða og móðgandi.
Þetta kom fram í tísti forsetans eftir að Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði að ákvörðunin um þvinganirnar sýndu að Hvíta húsið væri „andlega vanheilt“,“ að því er BBC greindi frá.
Trump sagði í tísti sínu að leiðtogar Írans séu úr takti við raunveruleikann. Bætti hann við að þvinganirnar í gær væru viðbrögð við „herskárri hegðun“ Írans. Hann sagði að árás Írans á „eitthvað bandarískt“ verði svarað af gríðarlegum krafti.
Efnahagsþvingununum var meðal annars beint að Ayatollah Ali Khamenei erkiklerki og æðsta ráðamanni Írans.
....Iran’s very ignorant and insulting statement, put out today, only shows that they do not understand reality. Any attack by Iran on anything American will be met with great and overwhelming force. In some areas, overwhelming will mean obliteration. No more John Kerry & Obama!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2019