San Francisco varð í dag fyrsta stórborg Bandaríkjanna til að banna sölu og framleiðslu á rafrettum.
Ný lög þess efnis voru samþykkt samhljóða og telja stuðningsmenn hennar þau nauðsynleg vegna „umtalsverðra afleiðinga fyrir heilsu almennings“ og aukins fjölda ungmenna sem „veipa“.
Fram kemur í lögunum að bandarísk heilbrigðisyfirvöld verði að veita leyfi fyrir sölu á rafrettum í verslunum og á netinu og hingað til hefur ekkert slíkt leyfi verið veitt.
Fjöldi ungra Bandaríkjamanna sem nota rafrettur jókst um 1,5 milljónir árið 2018. Alls notuðu 3,6 milljónir mennta- og háskólanema rafrettur.