Ætlar ekki í „fjandans Hvíta húsið“

Megan Rapinoe fagnar marki á heimsmeistaramótinu. Hún vill ekki fara …
Megan Rapinoe fagnar marki á heimsmeistaramótinu. Hún vill ekki fara í heimsókn til Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt bandarísku knattspyrnukonunni Megan Rapinoe að sýna virðingu en Rapione lét hafa eftir sér að hún myndi ekki þiggja boð í Hvíta húsið.

Rapione og félagar hennar í bandaríska landsliðinu taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Frakklandi nú um stundir. Bandaríska liðið er komið í 8-liða úrslit þar sem það mætir heimakonum á morgun.

Rapione var spurð hvort hún væri spennt að fara í Hvíta húsið ef bandaríska liðið stendur uppi sem sigurvegari á mótinu. „Ég ætla ekki að fara í fjandans Hvíta húsið,“ sagði Rapione og bætti því við að henni þætti ólíklegt að liðinu yrði boðið þangað.

„Megan ætti ekki að sýna landinu, Hvíta húsinu eða þjóðfánanum vanvirðingu. Sérstaklega í ljósi þessi hversu mikið hefur verið gert fyrir hana og liðið. Vertu stolt af fánanum,“ skrifaði Trump á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert