Sígarettuglóð eða galli í rafmagnsleiðslum kann að hafa valdið brunanum í Notre-Dame dómkirkjunni í apríl. Þetta er mat saksóknara í París, sem hefur útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða.
Fram kemur í tilkynningu að við rannsókn á upptökum eldsins hafi margar kenningar komið fram, meðal annars hvort kviknað hafi í út frá rafmagni eða sígarettuglóð. Niðurstaða rannsakenda er að ekki leikur grunur glæpsamlegu athæfi í tengslum við upptök eldsins í kirkjunni.
Framkvæmdir stóðu yfir við Notre-Dame þegar eldurinn kom upp í vor og hefur Þetta hefur verktakinn sem sá um framkvæmdina viðurkennt að verkamenn sem unnu að viðgerðunum virtu reykingabann að vettugi. Hann neitar því þó að tengsl séu á milli þessa og brunans sem varð í kirkjunni.