Ís og sólarvörn fyrir dýrin

Víða í Evrópu má sjá fólk reyna að kæla sig í gosbrunnum og í dýragörðum fá dýrin frosinn fisk og mangó-ískökur að éta. Hótelkeðjur bjóða eldri borgara velkomna inn í loftkæld rými hótela til að kæla sig niður án endurgjalds. Allt er gert til að bæta líðan manna og málleysingja í hitabylgjunni. 

Milana er að kafna úr hita í dýragarðinum.
Milana er að kafna úr hita í dýragarðinum. AFP

Hitinn hefur farið yfir 40 gráður í Frakklandi, Spáni og Grikklandi í dag og gripu einhverjir skólar til þess ráðs í Frakklandi að loka í dag og á morgun. Það er aftur á móti ekki algilt en skólaleyfi hefjast um helgina í Frakklandi og í París verður kennt í dag og á morgun.

Á Spáni eru gróðureldar farnir úr böndum á einhverjum svæðum. Hitabylgjan sem varað hefur verið við í marga daga er mætt með tilheyrandi mengun. Umferð mengandi bifreiða hefur verið bönnuð í mörgum borgum Frakklands og aukið álag er á sjúkrahúsum vegna hitatengdra veikinda. 

Skógareldur í Torre del Espanol í Katalóníu hefur farið úr böndum og taka hundruð slökkviliðsmanna þátt í baráttunni við að hemja hann með litlum árangri.

Sólarvörn borin á dýrin.
Sólarvörn borin á dýrin. AFP

Í Mílanó lést rúmlega sjötugur heimilislaus maður á aðalbrautarstöðinni eftir að hafa kvartað undan vanlíðan í hitanum.

Í Bordeaux-Pessac-dýragarðinum í Frakklandi gæða dýrin sér á ískökum og í Serengeti-dýragarðinum skammt fyrir utan Hanover í Þýskalandi er jafnvel borin sólarvörn á einhverja íbúa til að verja þá fyrir hættulegum geislum sólarinnar.

AFP

Heilbrigðisráðherra Frakklands, Agnés Buzyn, var í viðtali við France 2 í morgun og þar greindi hún frá ýmsum úrræðum. Eins gagnrýndi hún ábyrgðarleysi sumra til að mynda þeirra sem hlusta ekki á varnaðarorð og fara út að skokka í hádeginu þegar heitast er. Jafnvel foreldrar hika ekki við að skilja börn sín eftir ein í bílnum á meðan þeir ganga ýmissa erinda. Eða hafa ekki fyrir því að setja hatt eða eitthvað á höfuð barna sinna áður en þau fara með þau út að ganga. 

AFP

Þegar var slegið nýtt meðalhitamet í júní í Frakklandi í gær og væntanlega verður nýtt met slegið í dag. Á morgun er spáð 42-44 stiga hita á einhverjum stöðum í Frakklandi og er appelsínugul viðvörun í gangi í nánast öllu landinu. Ekki er útilokað að á morgun verði hitamet allra tíma slegið í Frakklandi en það er síðan 12. ágúst 2003 þegar hitinn mældist 44,1 gráða íSaint-Christol-les-Ales og Conqueyrac í Gard-héraði. Á laugardaginn er spáð 38-40 stiga hita í París. 

Í París, Lyon, Marseille og Strassborg hafa verið settar miklar hömlur á akstur bifreiða vegna mengunar og óttast vísindamenn að hitabylgjan nú sé aðeins upphafið. Slíkar hitabylgjur verði mun algengari nú en áður vegna loftlagsbreytinga í heiminum.

AFP
Haltern am See í Þýskalandi í dag.
Haltern am See í Þýskalandi í dag. AFP
Skógareldar geisa bæði á Spáni og í Þýskalandi.
Skógareldar geisa bæði á Spáni og í Þýskalandi. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert