„Líf okkar er meira virði“

Rosa Ramirez, móðir Óscars Ramirez og amma Valeria Ramirez.
Rosa Ramirez, móðir Óscars Ramirez og amma Valeria Ramirez. AFP

Móðir Óscars Alberto Martínez Ramírez og amma dóttur hans, Valeríu, segist hafa vitað að hún væri að sjá son sinn í hinsta sinn þegar hann kvaddi hana áður en hann yfirgaf heimaland sitt El Salvador og lagði af stað í leit að betra lífi fyrir sig og dóttur sína í Bandaríkjunum.

Ljósmynd af feðginunum þar sem þau fundust drukknuð í Rio Grande við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og vakið óhug.

Óscar Alberto Martínez Ramírez drukknaði ásamt dóttur sinni Valeria á …
Óscar Alberto Martínez Ramírez drukknaði ásamt dóttur sinni Valeria á flóttanum. Hún var 23 mánaða gömul. AFP

Rosa Ramíres, móðir Óscars, kemur fram í viðtali hjá fréttastofu BBC og segir að heimili hennar sé ekki hið sama án Valeríu, sem hafi verði mikill gleðigjafi. 

Aðspurð hvað hún vilji segja fólki í sömu aðstæðum og Óscar segist hún ráðleggja því frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna.

„Ég veit að það er allt mjög erfitt í þessu landi, en líf okkar er meira virði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert