Hitamet fallið í Frakklandi

Nýja metið mældist í bænum Carpentras í suðurhluta Frakklands.
Nýja metið mældist í bænum Carpentras í suðurhluta Frakklands. AFP

Hitamet er fallið í Frakklandi þar sem hiti fór í 45 stig í dag. Hitabylgja með heitu lofti frá Afríku gengur nú yfir Evrópu, en fyrra hitamet í Frakklandi féll árið 2003 þegar hiti fór í 44,1 stig og þúsundir létust, að því er segir í frétt BBC.

Veðurstofa Frakklands hefur gefið út rauða viðvörun á fjórum svæðum í Frakklandi, en viðvörunin var sérstaklega búin til fyrir hitabylgjuna sem nú gengur yfir og hefur rauð viðvörun því aldrei verið gefin út áður. Rauð viðvörun er í gildi í suðurhluta Frakklands en annars staðar er hún appelsínugul.

Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum hitatölum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert