Sérfræðingar sprengu upp það sem eftir var af Morandi-brúnni í Genóa á Ítalíu í morgun. Tæpt ár er síðan brúin hrundi með þeim afleiðingum að 43 létust.
Fram kemur í frétt BBC að þúsundir hafi þurft að yfirgefa heimili sín í morgun áður en brúin var sprengd.
Glæparannsókn er nú í fullum gangi á hruni brúarinnar og eru 73 menn til rannsóknar, meirihluti þeirra starfsmenn fyrirtækisins Autostrade, sem sá um rekstur brúarinnar. Auk þess beinist rannsókn að verkfræðistofu sem sá um eftirlit og opinberum stofnunum.
Lögreglan fer í gegnum áratugalöng tölvupóstsamskipti sem og gríðarlegt magn annarra gagna, m.a. úr farsímum. Vonast er til þess að rannsóknin leiði í ljós hvað varð til þess að brúin hrundi og hverjum hafi verið um að kenna. Talið er að langur tími líði þar til réttað verði í málinu.