Morandi-brúin sprengd

Frá aðgerðum í morgun.
Frá aðgerðum í morgun. AFP

Sérfræðingar sprengu upp það sem eftir var af Morandi-brúnni í Genóa á Ítalíu í morgun. Tæpt ár er síðan brúin hrundi með þeim afleiðingum að 43 létust.

Fram kemur í frétt BBC að þúsundir hafi þurft að yfirgefa heimili sín í morgun áður en brúin var sprengd.

Glæp­a­rann­sókn er nú í full­um gangi á hruni brú­ar­inn­ar og eru 73 menn til rannsóknar, meirihluti þeirra starfsmenn fyrirtækisins Autostra­de, sem sá um rekstur brúarinnar. Auk þess beinist rannsókn að verkfræðistofu sem sá um eftirlit og opinberum stofnunum.

Lög­regl­an fer í gegn­um ára­tuga­löng tölvu­póst­sam­skipti sem og gríðarlegt magn annarra gagna, m.a. úr farsím­um. Von­ast er til þess að rann­sókn­in leiði í ljós hvað varð til þess að brú­in hrundi og hverj­um hafi verið um að kenna. Talið er að langur tími líði þar til réttað verði í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert