Rauð viðvörun í gildi

AFP

Gef­in hef­ur verið út rauð viðvör­un í fjór­um héruðum Frakk­lands en ótt­ast er að hit­inn geti farið yfir 45 gráður þar í dag. Það hef­ur aldrei gerst áður á meg­in­landi Frakk­lands en fyrra hita­met er 44,1 gráða sem sett var í Mont­p­ellier og Ni­mes í ág­úst 2003. 15 þúsund manns lét­ust í þeirri hita­bylgju.

Veður­stofa Frakk­lands

For­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, var­ar við því að öfga­kennt veður, líkt og er á meg­in­landi Evr­ópu, verði lík­lega al­geng­ara en áður vegna hlýn­un­ar jarðar. Við verðum að breyta lífs­mynstri okk­ar, vinnu­lagi okk­ar og hvernig við byggj­um, seg­ir hann.

Mikið álag er á bráðamóttökum víða í Frakklandi og á …
Mikið álag er á bráðamót­tök­um víða í Frakklandi og á Spáni vegna hita­bylgj­unn­ar. AFP

Ekk­ert lát virðist vera á hita­bylgj­unni sem hef­ur geisað í Evr­ópu und­an­farna daga og á Spáni hef­ur ekki tek­ist að ná stjórn á skógar­eld­um sem kviknuðu fyrr í vik­unni. Skógar­eld­arn­ir eru þeir verstu í tvo ára­tugi.

AFP

Í norður­hluta Spán­ar er spáð yfir 44 stiga hita í dag. Yfir 500 slökkviliðsmenn eru að störf­um í Katalón­íu, í Tarragona-héraði en þar hef­ur eld­ur­inn eyðilagt um 5.500 hekt­ara lands. Tæp­lega 60 íbú­ar hafa verið flutt­ir að heim­an og veg­um lokað. Fólk er varað við því að vera á ferðinni en ótt­ast er að allt að 20 þúsund hekt­ar­ar geti orðið eld­in­um að bráð. 

AFP

Rauð viðvör­un er í gildi í fjór­um héruðum (dépar­tements) í Suður-Frakklandi. Í Hérault, Gard, Vauclu­se og Bouches-du-Rhô­ne. Það þýðir að all­ir, jafn­vel þeir sem eru við góða heilsu, þurfi að hafa var­an á. 

Rík­is­stjórn­ir beina því til borg­ara sinna að fara var­lega, meðal ann­ars vegna mik­ill­ar meng­un­ar sem herj­ar á mörg ríki. Mikið álag er á bráðamót­tök­um sjúkra­húsa vegna hita­tengdra veik­inda.

Franska veður­stof­an spáðir því að hit­inn geti í fyrsta skipti síðan mæl­ing­ar hóf­ust farið yfir 45 gráður á meg­in­land­inu. Fyrra met er frá því í ág­úst 2003 er hit­inn fór í 44,1 gráðu í Mont­p­ellier og Ni­mes. „Að slá það met svo snemma árs er afar óvenju­legt og ein­stakt, seg­ir veður­fræðing­ur­inn Christelle Robert.

AFP

Í gær mæld­ist hit­inn 34,9 gráður að meðaltali í Frakklandi sem er nýtt met fyr­ir júní þar í landi. 

Heil­brigðisráðherra Frakk­lands, Agnès Buzyn, seg­ir að fólk verði að búa sig und­ir hita­bylgj­una og er ósátt við ábyrgðarleysi fólks. Til að mynda að for­eldr­ar skilji börn sín eft­ir í lokuðum bíl­um og fari út að hlaupa um miðjan dag þegar heit­ast er í veðri.

AFP
Krakkarnir vilja helst ekki fara út enda ekkert skemmtilegt við …
Krakk­arn­ir vilja helst ekki fara út enda ekk­ert skemmti­legt við að vera í yfir 40 stiga hita. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert