Trump vill hitta Kim í Kóreu

Donald Trump ræðir við forseta Frakklands, Emmanuel Macron, á fundi …
Donald Trump ræðir við forseta Frakklands, Emmanuel Macron, á fundi G20 ríkjanna í Japan í dag. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist reiðubúinn til þess að funda með Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, á hlutlausasvæðinu sem aðskilur Norður- og Suður-Kóreu. Trump mun vera í opinberri heimsókn í Suður-Kóreu á næstu dögum.

Þetta kemur fram í tísti Trumps í dag, en hann er staddur á fundi G20 ríkjanna í Osaka í Japan. Á morgun mun hann ræða við forseta Kína, Xi Jinping.

Mikil gæsla er á hlutlausasvæðinu sem Trump vill hitta Kim.
Mikil gæsla er á hlutlausasvæðinu sem Trump vill hitta Kim. AFP

„Eftir fleiri mikilvæga fundi, auk fundar með forseta Kína, mun ég fara frá Japan til Suður-Kóreu (með Moon forseta). Þar, ef formaður Kim í Norður-Kóreu sér þetta, væri ég til í að hitta hann á landamærunum bara til þess að heilsa honum og segja hæ (?)!,“ sagði Trump á Twitter.

Skilaboðin koma óvænt þar sem viðræður leiðtogana vegna kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu í Hanoi í Víetnam skiluðu engu samkomulagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert