Sex ára sorpdeilu lokið

Deilt hefur verið um rusl sem sent var til Filippseyja …
Deilt hefur verið um rusl sem sent var til Filippseyja fyrir mistök í sex ár. Það kom til hafnar í Kanada í dag. AFP

Skip með 69 gáma af rusli kom til hafn­ar skammt utan Vancou­ver í Kan­ada í dag. Skipið sigldi frá Fil­ipps­eyj­um, en þar hafði ruslið verið í gámun­um frá ár­inu 2013. Seg­ir í frétt Reu­ters að þetta bindi enda á deilu milli ríkj­anna sem fékk for­seta Fil­ipps­eyja, Rodrigo Duterte, til þess að hóta stríði á hend­ur Kan­ada.

Árin 2013 og 2014 var siglt með 69 gáma af end­ur­vinn­an­legu plasti frá Kan­ada til Fil­ipps­eyja, en þegar þangað var komið kom í ljós að al­mennt sorp var að finna í gámun­um. Ruslið varð fljótt að deilu milli ríkj­anna þar sem fil­ipps­eysk stjórn­völd höfnuðu því að taka við sorp­inu.

Sorpið hafði verið merkt vit­laust og dæmdi dóm­stóll í Fil­ipps­eyj­um árið 2016 að flytja yrði sorpið aft­ur til Kan­ada. Enn reynd­ist erfitt að ná sam­komu­lagi við kanadísk stjórn­völd um að þau myndu taka við því. Hótaði Duterte stríði á hend­ur Kan­ada og að all­ir full­trú­ar Fil­ipps­eyja yrðu kallaðir heim frá land­inu.

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
Rodrigo Duterte, for­seti Fil­ipps­eyja. AFP

Hugðist sturta sorp­inu í sjó­inn

For­seti Fil­ipps­eyja gaf síðan kanadísk­um yf­ir­völd­um 15. maí þessa árs til þess að sækja ruslið, en þegar Kan­ada tókst ekki að hirða sorpið inn­an frests­ins skipaði Duterte rík­is­stjórn sinni að ganga til samn­inga við skipa­fé­lag um að sigla með sorpið í átt að Kan­ada og sturta því í sjó­inn inn­an kanadískr­ar lög­sögu, að því er fram kem­ur í frétt Global News.

Tveim­ur tím­um eft­ir til­kynn­ingu Duterte barst til­kynn­ing frá Just­in Trudeau, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, um að samn­ing­ur hafði verið gerður við Boll­ore Log­istics Can­ada um að koma sorp­inu frá Fil­ipps­eyj­um.

Sorpið verður nú nýtt sem eldsneyti til raf­magns­fram­leiðslu í Burna­by í Kan­ada.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Just­in Trudeau, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada. AFP

Vilja senda til baka 3.000 tonn af plasti

Sorp hef­ur orðið mikið deilu­mál inn­an ríkja í Suð-Aust­ur Asíu sem til margra ára hafa tekið við sorpi frá þróaðri ríkj­um gegn greiðslu og hafa um­hverf­is­vernd­arsinn­ar í þess­um heims­hluta biðlað til stjórn­valda um að hafna frek­ari send­ing­um.

Sein­ast í maí krafðist Malasía að Banda­rík­in, Jap­an, Frakk­land, Kan­ada, Ástr­al­ía og Bret­land taki við þrjú þúsund tonn­um af plasti sem þau hafa sent til lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert