Rafrettur bannaðar úti og inni

Umfangsmikið reykingabann tekur gildi í Svíþjóð á morgun.
Umfangsmikið reykingabann tekur gildi í Svíþjóð á morgun. AFP

Umfangsmikið reykingabann tekur gildi í Svíþjóð á morgun og nær meðal annars til útisvæða veitingastaða og strætóskýla. Bannið varðar bæði hefðbundna tóbaksneyslu og notkun rafrettna, að því er fram kemur í umfjöllun Expressen.

Í desember voru samþykkt ný ákvæði sem ná til reykinga á opinberum stöðum. Þeir sem gerast brotlegir gagnvart banninu eru fyrst um sinn beðnir um að yfirgefa staðinn, verði þeir ekki við þeirri beiðni eiga þeir von á sekt.

Hið útvíkkaða bann nær meðal annars til útisvæða veitingastaða, útisvæði og bygginga sem reglubundin vistun barna fer fram – nær það einnig til skólalóða og leikvalla. Auk þess er um að ræða biðstöðvar almenningssamgangna svo sem brautarpalla og í eða við strætóskýli.

Bannið nær einnig til rafrettna.
Bannið nær einnig til rafrettna. mbl.is/​Hari

Jafnframt verður neysla tóbaks og notkun rafrettna óheimil á og fyrir utan heilbrigðis- og ummönnunarstofnanir, í innanhús sameign íbúðarhúsa, fyrir utan anddyri staða sem opnir eru almenningi svo sem verslanir og innan afgirtra íþróttarsvæða.

Þá er sænskum sveitarfélögum veitt rúm heimild til þess að útfæra sértæk bönn innan sveitarfélagsins og hafa mörg þeirra þegar boðað reykingabann á baðströndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert