Timmermans tekur líklega við ESB

Frans Timmermans er oddviti jafnaðarmanna á Evrópuþinginu. Undir hans stjórn …
Frans Timmermans er oddviti jafnaðarmanna á Evrópuþinginu. Undir hans stjórn unnu jafnaðarmenn mikinn kosningasigur í heimalandi hans, Hollandi. Talið er að leiðtogar ESB-ríkja muni útnefna hann forseta næstu framkvæmdastjórnar. AFP

Frans Timmerm­ans, leiðtogi jafnaðarmanna á Evr­ópuþing­inu, verður að öll­um lík­ind­um næsti for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta herma heim­ild­ir fjöl­miðla, meðal ann­ars BBC.

Leiðtogaráð Evr­ópu­sam­bands­ins fund­ar nú í Brus­sel og stefnt er að því að taka ákvörðun um hver hrepp­ir hnossið áður en nýtt Evr­ópuþing kem­ur sam­an til fyrsta fund­ar 2. júní eft­ir kosn­ing­arn­ar sem fram fóru í enda maí.

Timmerm­ans var odd­viti jafnaðarmanna og þar með fram­bjóðandi banda­lags jafnaðarmanna til for­sæt­is í fram­kvæmda­stjórn­inni, ann­ars tveggja valda­mestu embætta sam­bands­ins ásamt for­seta leiðtogaráðsins. Jean-Clau­de Juncker læt­ur af embætti for­seta 1. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Skip­an nýs for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar er í hönd­um leiðtográðs Evr­ópu­sam­bands­ins, sem í sitja ým­ist for­set­ar eða for­sæt­is­ráðherr­ar aðild­ar­ríkja en í Lissa­bon-sátt­mál­a Evr­ópu­sam­bands­ins er kveðið á um að leiðtogaráðið skuli hafa niður­stöður Evr­ópuþing­kosn­ing­anna til hliðsjón­ar við út­nefn­ing­una. Evr­ópuþingið þarf enda að staðfesta út­nefn­ing­una.

Jafnaðar­menn eru eft­ir kosn­ing­arn­ar, sem fyrr, næst­stærsta banda­lagið á Evr­ópuþing­inu með 154 sæti af 751, 30 færri en banda­lag hægri­flokka, EPP. Man­fred We­ber, odd­viti EPP og flokks­bróðir Ang­elu Merkel úr Kristi­lega demó­krata­flokkn­um þýska, hef­ur gert til­kall til embætt­is­ins en ljóst þykir að ekki er samstaða í leiðtogaráðinu um út­nefn­ingu hans.

Evrópuþingkosningarnar voru haldnar í lok maí og jókst kjörsókn til …
Evr­ópuþing­kosn­ing­arn­ar voru haldn­ar í lok maí og jókst kjör­sókn til muna frá kosn­ing­un­um 2014. Flokk­ar sem til­heyra banda­lag hægrimanna, EPP, hlutu flest at­kvæði, en jafnaðar­menn næst­flest. AFP

 

Meðal bar­áttu­mála Timmerm­ans er að koma á lág­marks­laun­um inn­an sam­bands­ins með það fyr­ir aug­um að minnka launamun milli aðild­ar­ríkja. Ríkj­um yrði þó sem fyrr heim­ilt að setja sín eig­in lág­marks­laun, en ekki lægri en þó sem sam­bandið kveður á um. Rétt til fæðing­ar­or­lofs mæðra og feðra, veik­inda­rétt og slysa­bæt­ur þurfi einnig að styrkja í sam­band­inu með sams­kon­ar aðgerðum.

Timmerm­ans vill taka á fjölþjóðleg­um stór­fyr­ir­tækj­um sem oft nýta sér glopp­ur í skatt­kerf­um milli ríkja til að koma sér und­an því að greiða skatt í sama hlut­falli og minni fyr­ir­tæki. Þetta sé gott dæmi um verk­efni sem aðeins megi leysa með fjölþjóðlegri sam­vinnu, líkt og Evr­ópu­sam­band­inu, sem geti lagt á sína eig­in skatta.

Stór hluti út­gjalda Evr­ópu­sam­bands­ins fer í land­búnaðarstyrki og vill Timmerm­ans, og jafnaðar­menn, beita þeim styrkj­um til að hvetja bænd­ur til um­hverf­i­s­vænni fram­leiðslu, sjálf­bærr­ar nýt­ing­ar lands og aðgerða gegn út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda. Jafnaðar­menn styðja þá stefnu sem flest Evr­ópu­sam­bands­rík­in hafa sam­ein­ast um, að ESB verði kol­efn­is­hlut­laust árið 2050, en ekki hef­ur náðst sam­komu­lag um það vegna and­stöðu nokk­urra Aust­ur-Evr­ópu­ríkja, svo sem Pól­lands.

Angela Merkel mætir til fundar í morgun.
Ang­ela Merkel mæt­ir til fund­ar í morg­un. AFP

 

„Banda­lag frjáls­lyndra“ sam­ein­ast gegn We­ber

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti og Pedro Sanchez, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, eru meðal þeirra sem hafa hafnað We­ber og hafa tví­menn­ing­arn­ir átt í viðræðum við ýmsa starfs­bræður sína, einkum António Costa, for­sæt­is­ráðherra Portúgal, um mynd­un svo­nefnd „frjáls­lynds banda­lags“ með það fyr­ir aug­um að sam­ein­ast um ann­an fram­bjóðanda.

Costa og Sanchez eru báðir jafnaðar­menn, en flokk­ur Macron for­seta til­heyr­ir banda­lagi frjáls­lyndra, Renew Europe (áður ALDE) á Evr­ópuþing­inu. Liðsmenn jafnaðarmanna, græn­ingja og frjáls­lyndra hafa marg­ir haft á orði í aðrag­anda kosn­ing­anna að mik­il­vægt sé að hóp­arn­ir myndi banda­lag á Evr­ópuþing­inu til að binda enda á valdatíð EPP, sem ráðið hef­ur lög­um og lof­um í Evr­ópu­sam­band­inu und­an­far­in ár.

Pedro Sanchez, Emmanuel Macron og Antonio Costa funduðu um stólaleikinn, …
Pedro Sanchez, Emm­anu­el Macron og Ant­onio Costa funduðu um stóla­leik­inn, fyr­ir leiðtoga­fund ESB í síðustu viku. AFP

 

Jean-Clau­de Juncker, nú­ver­andi for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, Don­ald Tusk, hinn pólski for­seti leiðtogaráðsins, og Ant­onio Taj­ani, for­seti Evr­ópuþings­ins, eru til að mynda all­ir meðlim­ir í EPP.

Því má segja að út­nefn­ing Timmerm­ans sé í góðu sam­ræmi við niður­stöður kosn­ing­anna og yf­ir­lýs­ing­ar um fyr­ir­hugað banda­lag jafnaðarmanna, græn­ingja og frjáls­lyndra.

Odd­vita­fyr­ir­komu­lagið held­ur velli, í bili

Macron hef­ur raun­ar verið gagn­rýn­inn á hið svo­kallaða odd­vita­fyr­ir­komu­lag (þ. spirtzenk­andi­dat) sem tekið var í nokt­un fyr­ir síðustu Evr­ópuþing­kosn­ing­ar og miðar að því að leiðtogaráðið skipi for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar í sam­ræmi við út­komu þing­kosn­ing­anna. Hef­ur hann ekki talið sig eða aðra leiðtoga bundna af því. Leiðtogaráðið geti skipað hvern sem er í embættið.

Þannig töldu marg­ir að Michel Barnier, aðal­samn­ingamaður Evr­ópu­sam­bands­ins í viðræðunum um út­göngu Breta úr sam­band­inu, væri lík­leg­ur kandí­dat í embættið þrátt fyr­ir að hann hefði ekki boðið fram til Evr­ópuþings­ins. Barnier, sem er Frakki, til­heyr­ir EPP, banda­lagi hægri­flokka, líkt og Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari. Hefðu þess­ir tveir valda­mestu leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ríkja, Macron og Merkel, því mögu­lega getað sam­ein­ast um Barnier.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert