„Sökin er okkar,“ segir forseti El Salvador

Nayib Bukele tók við embættinu fyrir mánuði og lofar að …
Nayib Bukele tók við embættinu fyrir mánuði og lofar að gera El Salvador að betra og öruggara landi. AFP

For­seti El Sal­vador seg­ir landi hans um að kenna að Óscar Martín­ez og Val­er­ia dótt­ir hans drukknuðu í Rio Grande við landa­mæri Mexí­kó og Banda­ríkj­anna.

Nayib Bu­kele seg­ir í viðtali við BBC að það væri á ábyrgð rík­is­stjórn­ar El Sal­vador að laga þau vanda­mál sem neyða fólk til þess að flytj­ast bú­ferl­um til annarra landa, líkt og Óscar reyndi að gera í leit að betra lífi fyr­ir sig og dótt­ur sína.

Bu­kele tók við for­seta­embætt­inu fyr­ir mánuði og lof­ar að gera El Sal­vador að betra og ör­ugg­ara landi.

„Fólk flýr ekki heim­ili sín vegna þess að það lang­ar til þess, fólk flýr heim­ili sín vegna þess að það þarf þess. Hvers vegna? Því það hef­ur ekki vinnu, því er hótað af gengj­um, því það hef­ur ekki aðgang að hlut­um eins og vatni, mennt­un og heilsu,“ seg­ir Bu­kele.

„Við get­um kennt hvaða öðru landi sem er um, en hvað um okk­ar sök? Hvaða land flúðu þau? Flúðu þau Banda­rík­in? Þau flúðu El Sal­vador, þau flúðu landið okk­ar. Sök­in er okk­ar.“

Bu­kele seg­ist þó for­dæma meðferð Mexí­kó og Banda­ríkj­anna á flótta­fólki sem þangað leit­ar, en ít­rekaði að El Sal­vador þyrfti fyrst og fremst að líta inn á við og gera landið að betri íbúðarstað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert