Gera grín að dauða flóttafólks

Félagar lokaðs Facebook-hóps landamæravarða telja 9.500.
Félagar lokaðs Facebook-hóps landamæravarða telja 9.500. AFP

Leyni­leg­ur Face­book-hóp­ur er nú til rann­sókn­ar hjá Landa­mæra­eft­ir­liti Banda­ríkj­anna, en þar eru nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn eft­ir­lits­ins sagðir gera grín að dauða flótta­fólks og hafa uppi niðrandi at­huga­semd­ir um þing­menn af rómönsk­um upp­runa.

Í hópn­um eru 9.500 manns og sam­kvæmt um­fjöll­un ProP­ublica seg­ir Landa­mæra­eft­ir­litið færsl­urn­ar „full­kom­lega óviðeig­andi“ og að hver sá starfsmaður sem hafi brotið gegn hegðun­ar­regl­um muni þurfa að taka af­leiðing­un­um.

Meðal þess sem er til umræðu í hópn­um er heim­sókn nokk­urra banda­rískra þing­manna í landa­mæra­eft­ir­lits­stöðvar í Texas, en þar eru þær Al­ex­andria Ocasio-Cortez og Veronica Escob­ar m.a. kallaðar hór­ur og lagt til að vefj­um (e. burrito) verði í þær kastað.

Ocasio-Cortez hef­ur tjáð sig um færsl­urn­ar á Twitter og seg­ir umræður hóps­ins ekki koma sér á óvart eft­ir heim­sókn­ina. 

Banda­rísk stjórn­völd hafa lengi verið gagn­rýnd fyr­ir að láta viðgang­ast slæma meðferð á flótta­mönn­um í landa­mæra­stöðvum sín­um, en fjöldi barna hef­ur látið þar lífið und­an­farna mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka