Mótmæltu meðferð aðskilnaðarsinna

Mótmælendur krefjast þess að ESB beiti sér fyrir því að …
Mótmælendur krefjast þess að ESB beiti sér fyrir því að aðskilnaðarsinnarnir fái að taka sæti sín. Ljósmynd/Aðsend

Hundruð stuðnings­manna sjálf­stæðrar Katalón­íu komu sam­an við bygg­ingu Evr­ópuþings­ins í Strass­borg í morg­un til að mót­mæla því að þrír leiðtog­ar aðskilnaðarsinna hefðu ekki getað tekið sæti sitt á þing­inu.

Mót­mæl­end­ur veifuðu Stirn­inu, sér­stakri sjálf­stæðisút­gáfu fána Katalón­íu­héraðs, eins og sjá má á mynd­um sem mbl.is fékk send­ar frá mót­mæl­um dags­ins.

Spænsk kjör­stjórn hafði meinaði Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seta katalónsku héraðsstjórn­ar­inn­ar, og Toni Comín, fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, að bjóða fram þar sem þeir dvelja nú í Belg­íu á flótta und­an spænsku rétt­vís­inni. Þeir sæta all­ir ákæru snúi þeir heim aft­ur vegna at­kvæðagreiðslu sem katalónska héraðsstjórn­in boðaði ein­hliða til um sjálf­stæði árið 2017 og var ólög­leg sam­kvæmt spænsk­um lög­um. Sömu sögu er að segja af Clöru Ponsatí, fyrr­ver­andi mennta­málaráðherra í stjórn­inni, en hún dvel­ur í Skotlandi.

<span>Hæstirétt­ur sneri þeim úr­sk­urði við vegna þess að „upp­reisn“ væri ekki meðal þess sem getið væri í kosn­inga­lög­um um ástæðu til kjörgeng­is­svipt­ing­ar. Gat þríeykið því boðið fram und­ir merkj­um Frels­is fyr­ir Evr­ópu (Junts) og hlaut flokk­ur­inn um eina millj­ón at­kvæða og tvö sæti.</​span>

Til að taka sæti sín þurftu fram­bjóðend­urn­ir þó að sækja vígslu­at­höfn í Madríd á dög­un­um, og það gerðu þeir ekki enda eiga þeir, sem fyrr seg­ir, hand­töku yfir höfði sér. Misstu þeir því af kjör­bréf­un­um og eiga ekki rétt til setu á þing­inu.

Matt Cart­hy, Evr­ópuþingmaður norðurírska lýðveld­is­flokks­ins Sinn Fein sagði á fund­in­um í dag að grafið væri und­an trú­verðug­leika Evr­ópuþings­ins ef þing­menn stæðu ekki með katalónsk­um kjós­end­um. 

Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert