Umdeildir skór úr umferð eftir kvartanir

Skórnir sem hafa verið teknir úr umferð.
Skórnir sem hafa verið teknir úr umferð. Ljósmynd/Twitter

Íþrótta­vöru­fram­leiðand­inn Nike hefur tekið strigaskó úr sölu en aftan á skónum var gömul útgáfa af bandaríska fánanum sem notuð var af bandarískum nasistum. Skórnir voru teknir úr umferð eftir kvartanir frá fyrrverandi NFL-leikmanninum Colin Kaepernick.

Kaepernick vakti mikla at­hygli þegar hann kraup á kné und­ir banda­ríska þjóðsöngn­um sem leikinn er fyrir leiki í NFL-deildinni. Með því vildi hann mótmæla lög­reglu­of­beldi og al­mennri mis­mun­un sem hann og fleira íþrótta­fólk seg­ir svart fólk sæta í Banda­ríkj­un­um.

Colin Kaepernick sem andlit auglýsingaherferðar Nike.
Colin Kaepernick sem andlit auglýsingaherferðar Nike. AFP

Nike ákvað síðar að nota Kaepernick sem andlit auglýsingaherferðar sinnar.

Áðurnefndir skór áttu að koma í sölu í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Hætt var við það eftir að Kaepernick benti á að Nike ætti ekki að nota tákn sem honum og öðrum gætu þótt móðgandi.

Fáninn, svokallaður Betsy Ross-fáni, var búinn til í bandarísku byltingunni en nasistar vestanhafs notuðu hann á fjórða áratug síðustu aldar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert