Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur heitið því að veita 100 milljónum bandaríkjadala til ríkisstjórna og góðgerðarsamtaka til þess að aðstoða samfélögin sem urðu hvað verst úti þegar tvær flugvélar framleiðandans hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu.
Flugvélarnar voru báðar af gerðinni MAX 737 og létust alls 346 í slysunum tveimur. Síðan hefur í ljós komið galli í stýribúnaði flugvélanna og allar vélar af sömu gerð verði kyrrsettar.
Fréttastofa Reuters greinir frá því að Boeing ætli að veita milljónunum hundrað yfir nokkurra ára tímabil til þess að aðstoða við menntun, útgjöld og efnahagslega uppbyggingu, meðal annars á svæðunum þar sem þoturnar fórust.