Öflugur jarðskjálfti í Kaliforníu

Upptök skjálftans voru í Searles-dalnum í San Bernardino-sýslu, að sögn …
Upptök skjálftans voru í Searles-dalnum í San Bernardino-sýslu, að sögn bandarísku jarðvísindastofnunarinnar. Kort/Google maps

Öflugur jarðskjálfti, 6,4 að stærð, varð í suðurhluta Kaliforníu á sjötta tímanum síðdegis að íslenskum tíma, eða um klukkan hálf ellefu að staðartíma. Upptök skjálftans voru í Searles-dalnum í San Bernardino-sýslu, að sögn bandarísku jarðvísindastofnunarinnar.

Skjálftinn varð á rúmlega átta kílómetra dýpi og varði í nokkrar sekúndur. Upptökin voru í Mojave-eyðimörkinni en skjálftinn fannst vel í Los Angeles. Ekki er vitað um slys á fólk eða hvort skemmdir hafi orðið á mannvirkjum.

„Á þessu stigi hefur lögreglunni ekki borist tilkynningar um skemmdir eða ósk eftir aðstoð í borginni í tenglsum við jarðskjálftann,“ segir í færslu lögreglunnar í Los Angeles á Twitter.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert