Öflugur jarðskjálfti, 6,4 að stærð, varð í suðurhluta Kaliforníu á sjötta tímanum síðdegis að íslenskum tíma, eða um klukkan hálf ellefu að staðartíma. Upptök skjálftans voru í Searles-dalnum í San Bernardino-sýslu, að sögn bandarísku jarðvísindastofnunarinnar.
Skjálftinn varð á rúmlega átta kílómetra dýpi og varði í nokkrar sekúndur. Upptökin voru í Mojave-eyðimörkinni en skjálftinn fannst vel í Los Angeles. Ekki er vitað um slys á fólk eða hvort skemmdir hafi orðið á mannvirkjum.
„Á þessu stigi hefur lögreglunni ekki borist tilkynningar um skemmdir eða ósk eftir aðstoð í borginni í tenglsum við jarðskjálftann,“ segir í færslu lögreglunnar í Los Angeles á Twitter.
At this time, the LAPD has not received any reports of damage or calls for service within the City of Los Angeles related to the #earthquake. Remember, 911 is only to report emergencies. This was a strong one, and a good reminder to be prepared 🔗 https://t.co/fURDNcMhhQ
— LAPD HQ (@LAPDHQ) July 4, 2019