Vilja að Bretar skili olíuskipinu

Skipið var kyrrsett undan ströndum Gíbraltar í gærmorgun.
Skipið var kyrrsett undan ströndum Gíbraltar í gærmorgun. AFP

Íranar hafa krafist þess að Bretar skili þeim olíuskipi sem kyrrsett var við Gíbraltar í gærmorgun, en talið var að það væri að flytja svartolíu til Sýrlands þvert á viðskiptabann Evrópusambandsins.

Sendiherra Bretlands í Íran var kallaður í utanríkisráðuneytið í Teheran í gær og krafinn skýringa á kyrrsetningu skipsins, en Bretar aðstoðuðu landhelgisgæslu Gíbraltar við kyrrsetninguna, sem írönsk stjórnvöld segja engan lagalegan grundvöll fyrir.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert