Hvetja Íran til að hætta við

Bus­hehr-kjarn­orku­verið í Íran.
Bus­hehr-kjarn­orku­verið í Íran. AFP

Evrópusambandið hefur „miklar áhyggjur“ af áætlunum Írana um að brjóta gegn samkomulagi um hámarksauðgun úrans sem kveðið er á um í kjarnorkusamkomulaginu frá 2015.

„Við hvetjum Íran eindregið til að hætta við allt sem stríðir gegn samkomulaginu,“ sagði Maja Kocijancic, talsmaður Evrópusambandsins, við fjölmiðla í morgun.

Stjórn­völd í Íran hófu í gær fram­leiðslu á auðguðu úrani um­fram það sem rík­inu er heim­ilt að fram­leiða sam­kvæmt kjarn­orku­samn­ingn­um. 

Írönsk stjórnvöld hafa sagt að vilji sé til að standa við sam­komu­lagið en stjórn­völd fara fram á að þau ríki sem enn eiga aðild að samn­ingn­um; Rúss­land, Kína, Bret­land, Frakk­land og Þýska­land, beiti sér fyr­ir því að viðskiptaþving­un­um Banda­ríkj­anna á Íran verði aflétt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert