Lokkaði ungar stúlkur í glæsihýsi sín

Mynd af Epstein úr gagnagrunni lögreglunnar í Flórída.
Mynd af Epstein úr gagnagrunni lögreglunnar í Flórída. Ljósmynd/Lögregluyfirvöld í Flórída

Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein hefur verið formlega ákærður fyrir að stjórna víðfeðmum samtökum sem stunduðu mansal og barnaníð. BBC greinir frá.

Í ákærunni er hann sakaður um að hafa lokkað stúlkur undir lögaldri í heimsóknir í glæsihýsi sín í Manhattan og Florida á árunum 2002 til 2005. Sumar stúlknanna voru ekki nema 14 ára að aldri og fengu þær hundruð dollara fyrir að stunda kynferðislegar athafnir.

Búist er við því að Epstein lýsi yfir sakleysi sínu þegar mál hans verður tekið fyrir. Hann er ákærður fyrir mansal sem og samsæri um mansal. Í ákærunni segir að Epstein hafi vitað að fórnarlömb hans væru ekki orðin 18 ára gömul.

Epstein, sem er 66 ára gamall, var handtekinn á laugardag á Teterboro-flugvelli í New York eftir að hafa flogið einkaþotunni sinni frá Frakklandi.

Talið er að fyrirtaka verði í málinu á fimmtudag sem muni snúast um hvort honum verði sleppt úr varðhaldi gegn tryggingu á meðan málið stendur yfir.

Ekki fyrsta brot hans

Ep­stein hef­ur áður verið sakaður um að mis­nota stúlk­ur. Hann slapp við ákæru þess efn­is árið 2008 þegar hann gerði sam­komu­lag við al­rík­is­yf­ir­völd.

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu gekkst Ep­stein við tveim­ur minni brot­um og sat inni vegna þeirra í þrett­án mánuði en hann hefði átt yfir höfði sér allt að lífstíðarfang­elsi sam­kvæmt hinum ákær­un­um.

Lög­fræðing­ar Ep­stein, sem er 66 ára, hafa ekki tjáð sig um ákær­una.

Lög­reglu­mönn­um hef­ur verið meinað að tjá sig um málið en nokkr­ir hafa rætt það við banda­ríska fjöl­miðla und­ir nafn­leynd.

Einn þeirra sagði AP-frétta­stof­unni að ásak­an­irn­ar gegn Ep­stein snúi að því að hann hafi borgað stúlk­um und­ir lögaldri fyr­ir nudd og síðan hafi hann mis­notað þær. Þetta hafi gerst á heim­il­um hans í New York og Flórída.

Dóm­ari í Flórída komst að því fyrr á ár­inu að sak­sókn­ar­ar hefðu brotið lög þegar fórn­ar­lömb Ep­stein voru ekki lát­in vita af sam­komu­lag­inu fyr­ir ell­efu árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert