„Óásættanlegur leki“ minnisblaðs

Kim Darroch, sendi­herra Bret­lands í Banda­ríkj­un­um.
Kim Darroch, sendi­herra Bret­lands í Banda­ríkj­un­um. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur „fulla trú á“ breska sendiherranum sem gagnrýndi Trump-stjórnina í minnisblaði sem lak til breska fjölmiðla. May er ekki sammála sendiherranum.

Talsmaður May segir að lekinn á minnisblaðinu sé algjörlega óásættanlegur. Haft hafi verið samband við Hvíta húsið vegna málsins.

Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Washington, sagði stjórnvöld vestanhafs óhæf og ótraust.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri ekki „mikill aðdáandi sendiherrans“ og bætti því við að Darroch hefði ekki þjónað Bretum vel.

Talsmaður May sagði að það væri hlutverk sendiherrans að koma með hreinskilin svör. Lekinn væri hins vegar algjörlega óásættanlegur og hann yrði rannsakaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert