Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur sakfellt „Tortímandann“, stríðsherrann fyrrverandi, Bosco Ntaganda, fyrir glæpi gegn mannkyninu í Austur-Kongó.
Ntaganda, sem gaf sig fram við sendiráð Bandaríkjanna í Kigali árið 2013, var sakaður um að hafa stýrt hundruðum árása í Austur-Kongó. Árása sem kostuðu fleiri hundruð ef ekki þúsundir, lífið.
Hann var dæmdur fyrir nauðgun, morð og fyrir að stofna barnaher, þar sem hann nauðgaði stúlkum.
Dómari í Haag sagði að Ntaganda hefði gefið skipanir um að ráðast á og myrða almenna borgara í Ituri-héraði í Kongó á árunum 2002 og 2003.