Yfirvöld í Íran hafa varað evrópskar þjóðir við því að bregðast af of mikilli hörku við broti Írans á kjarnorkusamningi landsins frá árinu 2015.
Stjórnvöld í Íran hófu í gær framleiðslu á auðguðu úrani umfram það sem ríkinu er heimilt að framleiða samkvæmt kjarnorkusamningnum. Bretland, Þýskaland, Frakkland, Kína og Rússland eru aðilar að samningnum eftir að Bandaríkin sögðu sig frá honum.
Ef evrópskir aðilar að samningnum „framkvæma ákveðna skrýtna verknaði myndum við sleppa öllum næstu skrefum (í áætluninni um að fækka skuldbindingum) og koma í framkvæmd því síðasta,“ sagði Abbas Mousavi, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans.
Tók Mousavi ekki fram hvert síðasta skrefið yrði.