Sendiherrann „mjög heimskur maður“

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Bresk stjórnvöld hafa ítrekað fullan stuðning við sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því að hann myndi ekki vinna með sendiherranum áfram.

Bresk stjórnvöld hafa látið í ljós vonbrigði með leka á minnisblöðum, þar sem sendiherrann sagði stjórn Trump óhæfa og ótrausta. Sendiherrann muni þó halda áfram störfum sínum.

Trump fór mikinn á Twitter-síðu sinni í hádeginu. Þar gagnrýndi hann meðal annars að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki tekið mark á ráðum hans varðandi Brexit.

Auk þess kallaði Trump sendiherrann, Kim Darroch, „mjög heimskan mann“. 

Theresa May hefur sagt öðrum ráðherrum að minnisblaðið lýsi á engan hátt sambandi eða samskiptum Breta og Bandaríkjamanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka