Kjos kastar handklæðinu

Bjørn Kjos lét af störfum sem forstjóri Norwegian í morgun.
Bjørn Kjos lét af störfum sem forstjóri Norwegian í morgun. AFP

„Eng­inn sem kom­inn er yfir sjö­tugt ætti að stjórna flug­fé­lagi. Minn tími er kom­inn.“ Þetta sagði Bjørn Kjos, frá­far­andi for­stjóri norska flug­fé­lags­ins Norweg­i­an, þegar hann lét af störf­um í morg­un eft­ir 17 ár í for­stjóra­stóln­um. 

Ein­hverj­um þykja þetta greini­lega góð tíðindi enda tóku hluta­bréf í Norweg­i­an stökk eft­ir til­kynn­ingu Kjos og hafa hækkað um 3,4% í norsku kaup­höll­inni það sem af er morgni.

Kjos hef­ur ekki verið óum­deild­ur í starfi og er skemmst að minn­ast þess þegar fyr­ir­tæki hans greiddi taí­lensk­um áhöfn­um í Evr­ópu- og Am­er­íkuflugi taí­lensk laun sem sam­svöruðu um 40.000 ís­lensk­um krón­um á mánuði. Norska rík­is­út­varpið NRK komst yfir ráðning­ar­samn­inga þessa efn­is í októ­ber 2013 og birti þá sem varð til þess að banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd hótuðu að eng­in flug­vél Norweg­i­an fengi að lenda inn­an banda­rískr­ar lög­sögu fyrr en bætt yrði úr grímu­laus­um fé­lags­leg­um und­ir­boðum gagn­vart taí­lensku áhöfn­un­um og gaf Kjos þá eft­ir.

Kjos hef­ur þó flogið gegn­um ýmis boðaföll með fé­lag sitt og segja grein­end­ur viðskipta­blaðsins Dagens Nær­ingsliv stöðu fé­lags­ins ótrú­lega góða eft­ir birt­ingu af­komutalna ann­ars árs­fjórðungs sem þykja koma á óvart þrátt fyr­ir kyrr­setn­ingu MAX-vél­anna sem reynd­ist Am­er­íkuflugi Norweg­i­an þung­bær.

Fjár­mála­stjóri Norweg­i­an, Geir Karlsen, sest í for­stjóra­stól­inn, að minnsta kosti í bili, en Kjos, sem er 72 ára gam­all, hyggst þó ekki hverfa al­farið á braut held­ur kem­ur áfram að rekstri fé­lags­ins sem ráðgjafi stjórn­ar þess.

„Norweg­i­an er ekki mitt barn, það er barn þeirra 11.000 góðu starfs­manna sem þar starfa,“ sagði Kjos að skilnaði á blaðamanna­fund­in­um í morg­un.

NRK

Dagens Nær­ingsliv

E24

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert