Macron áformar franskan geimher

Emmanuel Macron hélt ræðu í franska varnarmálaráðuneytinu í dag. Að …
Emmanuel Macron hélt ræðu í franska varnarmálaráðuneytinu í dag. Að baki forsetanum eru franski fáninn og sá evrópski, en þeir eru sjaldan langt undan þegar forsetinn á í hlut. AFP

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti til­kynnti í dag að hann hefði samþykkt stofn­un sér­stakr­ar geim­deild­ar inn­an franska flug­hers­ins, að sögn til að bæta varn­ar­getu franska hers­ins.

Fet­ar Macron þar með í fót­spor koll­ega síns, Don­alds Trump sem hef­ur skipað varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna að gera slíkt hið sama.

Macron ávarpaði her­menn í dag, degi fyr­ir bastillu­dag­inn, þjóðhátíðardag Frakka, og sagði hann áformun­um ætlað að auka varn­ir franskra gervi­hnatta. Enn á þó eft­ir að til­kynna um fjár­fest­ing­ar sem í verður ráðist í þessu skyni.

Geim­deild verður stofnuð inn­an flug­hers­ins í sept­em­ber og fær hann þá nafnið flug- og geim­her. Fjár­lög franska hers­ins fyr­ir ár­inu 2019-2025 hafa eyrna­merkt 3,6 millj­örðum evra. um 509 millj­örðum króna, til nýrra fjár­fest­inga og end­ur­nýj­un­ar á frönsk­um gervi­hnött­um.

Að því er frétta­stof­an Reu­ters hef­ur eft­ir fjór­um ónafn­greind­um er­ind­rek­um inn­an Atlants­hafs­banda­lags­ins, stefn­ir banda­lagið að því að viður­kenna geim­inn sem vett­vang fyr­ir hernað á þessu ári.

Alþjóðleg­ur geimsátt­máli, sem und­ir­ritaður var 1966, seg­ir að geim­ur­inn sé sam­eig­in­legt svæði allra ríkja og ekk­ert ríki megi slá eign sinni á hlut hans. Ein­ung­is megi nota him­in­tungl í friðsam­leg­um til­gangi og líta skuli á geim­fara sem er­ind­reka mann­kyns alls, svo fá­ein atriði séu nefnd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert