Neyðarástandi lýst yfir í Louisiana

Meðalvindhviður Barry ná nú 28 metrum á sekúndu.
Meðalvindhviður Barry ná nú 28 metrum á sekúndu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Louisiana-ríki í aðdraganda hitabeltisstorms. Gert er ráð fyrir að stormurinn Barry skelli á síðar í dag og er talið að hann gæti orðið að fellibyl þegar hann nær landi.

Meðalvindhviður Barry ná nú 28 metrum á sekúndu, en talið er að kraftur hans muni aukast og jafnvel ná vindstyrk fellibyls.

Varað hefur verið við miklum rigningum, meðal annars í borginni New Orleans, sem geti valdið miklum skaða. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert