Nýtt norskt þrætuepli

Rafhlaupahjól, nýjasta samgöngubyltingin og um leið nýjasta þrætueplið í Noregi …
Rafhlaupahjól, nýjasta samgöngubyltingin og um leið nýjasta þrætueplið í Noregi sem einhverjir fagna ef til vill eftir alla vegtollaumræðuna. Tæplega 200 manns hafa slasast, þar af 12 alvarlega, á hjólum þessum frá 1. apríl að telja. Ljósmynd/Elbil24

„Óeirðaástand rík­ir í Ósló. Full­orðið fólk þýtur um göt­ur borg­ar­inn­ar á rauðum og græn­um hlaupa­hjól­um. Leigu­bíl­stjór­ar eru æfir, blöðin færa frétt­ir af lík­ams­tjóni. Stjórn­mála­menn klóra sér í höfðinu og velta því fyr­ir sér hvernig best sé að setja regl­ur um fyr­ir­bærið. Hjálm­ar? Hraðatak­mark­an­ir? Stæði? Gjöld? Banna þetta bara?“

Þetta skrif­ar Tone Sofie Ag­len, álits­gjafi og pistla­höf­und­ur norska dag­blaðsins VG, í um­fjöll­un sinni um nýj­asta æði, bit­bein, þrætu­epli og skaðvald norsku þjóðar­inn­ar, raf­knú­in hlaupa­hjól sem all­ir virðast hrein­lega vera bún­ir að út­vega sér og svífa á þess­um tækj­um um göt­ur og torg, full­ir sem edrú, ung­ir sem aldn­ir.

Töl­fræði heil­brigðis­kerf­is­ins gef­ur vissu­lega til­efni til að ein­hvers kon­ar regl­ur verði sett­ar um far­ar­tæki þessi. Tíma­bilið 1. apríl til 30. júní hef­ur 181 slys tengt raf­hlaupa­hjól­um verið skráð í Ósló einni, að meðaltali tvö til­vik á sól­ar­hring. Í júní­mánuði ein­um leituðu 107 not­end­ur slíkra far­ar­tækja á heilsu­gæslu vegna lík­ams­tjóns sem ræt­ur átti að rekja til raf­knú­inna hlaupa­hjóla, 12 al­var­leg slys hafa orðið og er þá átt við mjaðmar-, úlnliðs- og hand­leggs­brot auk höfuðáverka.

Karl­menn 66% slasaðra

Kynja­dreif­ing slasaðra í júní var 66 pró­sent karl­menn, hitt kon­ur, seg­ir í ný­út­gefn­um töl­um Há­skóla­sjúkra­húss­ins í Ósló. Borg­ar­full­trú­ar Ósló­ar líta bænar­aug­um til Jon Georg Dale sam­gönguráðherra og biðja um regl­ur. Lög­regl­an seg­ir aðeins tímaspurs­mál hvenær fyrsta bana­slysið verður og bend­ir á bana­slys í Hels­ing­borg í Svíþjóð í lok maí þar sem 27 ára gam­all maður á raf­hlaupa­hjóli lenti í hörðum árekstri við bif­reið og galt fyr­ir með lífi sínu.

Bård Morten Johan­sen, ráðgjafi Trygg Trafikk, sam­taka um um­ferðarör­ygg­is­mál í Nor­egi, seg­ir eng­ar regl­ur gilda um raf­hlaupa­hjóla­notk­un fólks í vímu en hjól­in eru orðin vin­sælt hjálp­ar­tæki til að kom­ast heim af galeiðunni eft­ir nótt á bör­un­um í miðbæ Ósló­ar og vel­ur mörg barflug­an raf­hlaupa­hjólið frem­ur en leigu­bíl sem þegar til lengri tíma er litið hegg­ur dýpra í pyngj­una en leigja má raf­hlaupa­hjól í sjálfsaf­greiðslu all­an sól­ar­hring­inn í Ósló fyr­ir 10 króna upp­hafs­gjald (148 ISK) og svo tvær krón­ur á mín­útu (30 ISK) eft­ir það.

Egil Jør­gen Brekke, deild­ar­stjóri al­mennr­ar deild­ar lög­regl­unn­ar í Ósló seg­ir þetta ekki alls kost­ar rétt hjá Johan­sen. „Þarna gild­ir sama regl­an og um akst­ur bif­reiða, þú mátt ekki hafa meira en 0,2 pró­mill vín­anda í blóðinu,“ seg­ir Brekke. Hann seg­ir 21. grein norsku um­ferðarlag­anna að sjálf­sögðu ná yfir raf­hlaupa­hjól en þar seg­ir að eng­inn megi stjórna eða reyna að stjórna öku­tæki sé ástand viðkom­andi þannig að hann geti ekki stjórnað tæk­inu á ör­ugg­an hátt.

„Hjól er öku­tæki,“ seg­ir Brekke en get­ur þó ekki bent á dæmi þess að lög­regla hafi sektað ölvaða raf­hlaupa­hjólaknapa eða svipt þá öku­skír­teini sínu fyr­ir notk­un slíkra far­skjóta í ölv­un­ar­ástandi. Það gerði lög­regl­an í Kaup­manna­höfn í Dan­mörku hins veg­ar um síðustu helgi þegar farið var í átak gegn ölvuðum raf­hlaupa­hjól­ur­um og 28 slík­ir kærðir fyr­ir að hjóla með Bakkusi í höfuðborg­inni.

„Kerf­is­bund­in klikk­un“

Flest­ir hafa ein­hverja skoðun á þess­um nýja sam­göngumiðli Norðmanna og fleiri vest­rænna þjóða og er uppist­and­ar­inn Chri­stof­fer Schjelderup í Ber­gen þar eng­in und­an­tekn­ing. Hann kall­ar raf­hlaupa­hjól­in „kerf­is­bundna klikk­un“ (n. idioti satt i system). „Þegar hjálm­laus­ir „hip­ster­ar“ fara að þjóta um Strøm­ga­ten [gata í Ber­gen] á raf­hlaupa­hjól­um eig­um við eft­ir að missa heilu ár­gang­ana af fólki með X. phil-gráður. Hlaupa­hjól eru fyr­ir börn. Börn með hjálma. Og drif­kraft­ur­inn á ekki að vera ann­ar en fót­ur­inn sem knýr þig áfram,“ skrif­ar Schjelderup í pistli á NRK Ytr­ing, les­enda­bréfasíðu norska rík­is­út­varps­ins.

Norsk­ir fjöl­miðlar láta ekki sitt eft­ir liggja við að und­ir­strika nauðsyn þess að regl­um verði komið yfir hina lög­lausu iðju raf­hlaupa­hjóla­not­enda og benda á bana­slys í London og Svíþjóð auk um­fjöll­un­ar um sjö­tuga norska konu, Gerd-Helene Han­sen, sem var hrein­lega hjóluð niður og lær­brot­in á tón­leik­um í Ósló um miðjan júní og missti af sum­ar­frí­inu sínu.

VG bend­ir á að borg­ar­yf­ir­völd í Hels­ing­borg hafi sett regl­ur sem tak­marka notk­un raf­hlaupa­hjóla um kvöld og næt­ur þar eft­ir bana­slysið aðfaranótt 31. maí, en enn sem komið er þegja norsk­ir ráðherr­ar og þing­menn þunnu hljóði um nýj­ustu sam­göngu­bylt­ing­una, skaðvald­inn og götu­tísk­una, fyr­ir­bæri sem í fyll­ingu tím­ans gæti þó orðið álíka um­deilt og vegtoll­arn­ir óvin­sælu sem vakið hafa viðsjár með norsk­um öku­mönn­um og orðið kveikj­an að stjórn­mála­hreyf­ing­um sem bjóða fram lista sína í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um hausts­ins með það mark­mið að leggja niður skatt­heimtu­kerfi sem ein­hverj­ir hafa kallað rán um há­bjart­an dag en aðrir segja sjálf­sagða leið til að draga úr bílaum­ferð og kol­efn­is­los­un í helstu þétt­býlis­kjörn­um Nor­egs. Eins og raf­hlaupa­hjól­in gætu reynd­ar auðveld­lega gert líka.

VG (pist­ill Tone Sofie Ag­len)

VG II (neyðarkall til sam­gönguráðherra)

VG III (hjóluð niður á tón­leik­um)

NRK

Af­ten­posten

Dag­bla­det (28 manns kærðir fyr­ir ölv­unar­akst­ur á raf­hlaupa­hjóli í Dan­mörku)

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert